Mat­væli sem þú ættir alls ekki að borða

Flest leggjum við á­herslu á að lifa eins heil­brigðu lífi og kostur er. Hreyfing er einn af lykil­þáttunum hvað þetta varðar en það hvað við látum ofan í okkur skiptir mestu máli.

Vef­síðan Pre­vention hefur tekið saman nokkrar tegundir mat­væla sem við ættum að forðast eins og heitan eldinn að leggja okkur til munns. Færð eru góð og gild rök fyrir því af hverju um­rædd mat­væli eru ó­holl.

Jurta­fita

Jurta­fita (e. Vegeta­ble shor­tening) er stundum notuð í bakstur enda á­gæt­lega hentug. Þegar talað er um jurta­fitu er yfir­leitt um herta fitu að ræða en þegar það er gert myndast trans­fitu­sýrur. Það hefur marg­oft verið sýnt fram á ó­hollustu hennar. Jurta­fitu er að finna í ýmsum mat­vælum, til dæmis kexi, enda lengir hún geymslu­þol mat­væla sem er gott fyrir fram­leið­endur. Þessi fita getur aukið LDL í líkamanum en það er stundum kallað slæma kólesterólið.

Gos með sætu­efnum

Hér er ekki verið að mæla frekar með neyslu á sykruðum drykkjum, þvert á móti. Í grein Pre­vention segir næringar­fræðingurinn Shonali Soans að sykur­lausir gos­drykkir, sem oftar en ekki eru stút­fullir af gervi­sætu­efnum, geti þó jafn­vel verið verri en sykraðir drykkir. Shonali segir að rann­sóknir hafi bent til þess að fylgni sé á milli neyslu á sykur­lausum gos­drykkjum og krabba­meins þó í­trekað sé að frekari rann­sókna sé þörf. Þegar drykkir eru annars vegar er vatnið alltaf besti kosturinn.

Fitu­skert hnetu­smjör

Hreint hnetu­smjör inni­heldur góða og holla fitu en þó er ekki mælt með ó­hóf­legri neyslu á hnetu­smjöri enda er það ein­stak­linga orku­mikið. „En þegar við tökum fituna úr hnetu­smjörinu erum við ekki bara að minnka magn hollu fitunnar sem við fáum heldur senni­lega að gera það á kostnað meiri sykurs og fleiri gervi­efna,“ segir næringar­fræðingurinn Amy Gorin. Gorin segir að best sé að kaupa eins hreint hnetu­smjör og kostur er.

Morgun­korn unnið úr hvítu hveiti

Börnin elska sykrað morgun­korn og það getur verið freistandi fyrir þá sem eldri eru að stelast í einn og einn disk. En Juli­e Andrews, næringar­fræðingur í Wisconsin, hvetur fólk til að kanna hvort morgun­kornið sé búið til úr hvítu hveiti. Slíkt morgun­korn er yfir­leitt næringar­snautt og inni­heldur auk þess mikið af unnum kol­vetnum. Með öðrum orðum getur slíkt morgun­korn hækkað blóð­sykurinn veru­lega á skömmum tíma með til­heyrandi falli og svengd ekki löngu síðar. Andrews hvetur fólk til að borða frekar trefja­ríkt morgun­korn.

Kleinu­hringir

Þetta segir sig nokkurn veginn sjálft enda inni­halda kleinu­hringir mikið magn sykurs og ó­hollrar fitu. Djúp­steikingin gerir það að verkum að þeir inni­halda trans­fitu sem aftur getur hækkað LDL í líkamanum – slæma kólesterólið.

Ör­bylgju­popp

Þetta kemur kannski sumum á ó­vart enda margir sem telja að popp­korn sé til­tölu­lega hollur kostur þegar kemur að kvöld­snarli, til dæmis yfir sjón­varpinu. Poppið er ekki versti ó­vinurinn okkar en Lorra­ine Kear­n­ey, næringar­fræðingur og stofnandi New York City Nut­rition, bendir á að ör­bylgju­popp inni­haldi fjöl­mörg framandi efni, til dæmis gervi­efni sem eiga að gera bragðið betra. Lorra­ine segir að ef fólk vill fá sér popp ætti það endi­lega að poppa sjálft heima. Þannig getum við haft miklu betri stjórn á því hvað við látum inn fyrir varir okkar.

Skyndi­núðlur eða pakkanúðlur

„Þegar ég sé við­skeytið „skyndi“ þýðir það að átt hefur verið matinn með ein­hverjum hætti,“ segir Shonali Soans. Soans bendir á að líkur séu á að það góða hafi verið tekið burt, til dæmis trefjar. Þá segir hún að skyndi­núðlur inni­haldi oft mikið af salti og MSG sem notað er til að gera bragðið meira að­laðandi. Lengi hafa verið uppi um­ræður um skað­leg á­hrif MSG.

Orku­drykkir

Um­ræðan um orku­drykki skýtur reglu­lega upp kollinum enda inni­halda þeir oft mikið af sykri og koffíni. Sumir þeirra eru þó sykur­lausir og ber að forðast þá af sömu á­stæðu og sykur­lausu gos­drykkina sem fjallað er um hér að framan. Lorra­ine Kearny segir að mörg þeirra fyrir­tækja sem fram­leiða orku­drykki gefi ekki upp hvaða efni eru notuð til að ná fram bragðinu í drykkjunum. „Við erum kannski með orku­drykk með blá­berja­bragði en höfum ekki hug­mynd um hvaða efni voru notuð til að ná fram þessu bragði,“ segir Lorra­ine.