Í þættinum Matur og Heimili leggur Sjöfn Þórðar leið sína í Blómabæinn og heimsækir Mathöllina í Gróðurhúsinu. Þar er að finna fjölbreytt úrval veitingastaða sem bjóða upp á ólíka rétti sem gleðja bragðlaukana. Mikil stemning ríkir í Mathöllinni og matarástin fær svo sannarlega að njóta sín í þessu suðræna og ævintýralega umhverfi.
Eins og fram hefur komið í þættinum Matur og Heimili er Gróðurhúsið í Hveragerði spennandi áfangastaður sem hefur slegið í gegn í sumar og Sjöfn hefur kynnt flest allt sem þar er að finna sem og hönnunina og tilurð þess að Gróðurhúsið reis en nú er það maturinn sem verður í forgrunni.
Í suðurenda byggingarinnar er mathöllin með fimm frábærum veitingastöðum; Hipstur, Yuzu burgers, Wok-on, Taco vagninn og Pönk Fried Chicken (PFC). Sjöfn heimsækir nánast alla veitingastaðinn og hittir eigendurna og frumkvöðlana bak við staðina sem hafa látið drauminn sinn rætast þegar kemur að leyfa matarástinni að blómstra.
Sjöfn heimsækir meðal annars veitingastaðinn Hipstur og spjallar við Drífu Jónsdóttur einn eiganda staðarins.
Drífa Jónsdóttir, sem er eigandi Hipstur ásamt eiginmanni sínum, ljóstrar upp leyndarmálinu bak matargerðina og hvert leyndarmálið er bak við góða fiskrétti. „Við leggjum aðaláherslu á fiskrétti og saltfiskrétturinn okkar er sá réttur sem hefur slegið í gegn frá upphafi,“ segir Drífa sem er alsæl að vera komin með nýjan stað í blómabænum Hveragerði, Gróðurhúsinu.
Ásgeir Kolbeins sem er einn eiganda Pönk í Reykjavík, vildi prófa nýja leiðir og opna stað þar sem kjúklingurinn væri forgrunni og fannst upplagt að byrja í Gróðurhúsinu. „Kjúklingaréttirnir hér hafa notið mikilla vinsælda og við höfum þróað sælkerarétti sem ljóst er að komnir eru til að vera,“ segir Ásgeir sem maðurinn bak við Pönk Fried Chicken.
Bjartur yfirkokkur og Ásgeir Kolbeins frumkvöðlarnir bak við Pönk Fried Chicken.
Taco vagninn býður upp á suðrænt og mexíkóskt góðgæti sem tekur örskamma stund að töfra fram. Að mæta í vagninn er eins og vera mættur á suðræna stað þar sem pálmatrén, ilmurinn af kryddunum og stemningin fangar athyglina. Björn Óskar Ólason stendur vaktina þar og nýtur þess að framreiða taco fyrir matargesti með suðrænu yfirbragði.
Björn Óskar töfrar fram girnilega tacos sem kitlar bragðlaukana.
Yuzu burgers slá ávallt í gegn enda sælkera borgara ný og skemmtileg brögð fá að njóta sín. Aðspurður segir Haukur Már Hauksson einn eiganda að það hafi ekki verið spurning um annað opna Yuzu í Gróðurhúsinu, stemningin, ævintýraleg og suðrænt umhverfið bjóði upp á eftirminnilega matarupplifun og þarna sé ljúft að njóta góðs matar.
Vert er að geta þess að í norðurenda byggingarinnar er einnig starfrækt ný sælkeraverslun og matarmarkaður sem ber nafnið Me&Mu en þar er áherslan á smáframleiðendur og vörur beint úr héraði. Þar er einnig ísbúðin Bongó sem býður upp á nýja og skemmtilega nálgun í ísréttum í samvinnu við Kjörís. Svo er það Kaffihús sem býður upp á léttar veitingar, girnilegan morgunverð og léttar veitingar ásamt hinum vinsælu Macai skálum.
Ævintýraleg og skemmtileg matarupplifun Sjafnar í mathöll Gróðurhússins í kvöld í þættinum Matur og heimili á Hringbraut klukkan 19.00 og aftur klukkan 21.00.
Brot úr þætti kvöldsins má sjá hér: