Matarsódi dugar á bólurnar

Það kannast auðvitað allar konur og karlar við þau leiðindi að greina bólu á andlitinu að morgni dags og ganga þannig útlítandi til dags og verka. Og þá þarf í reyndinni yfir litlu að kvarta miðað við margan unglingsstrákinn eða stelpuna sem ef til vill er á leiðinni á næsta ball. Og hvað er til ráða? Einhver rándýr krem? Hálfar og heilar túbur af einhverju jukki með undarlega flókinni innihaldslýsingu á utanverðunni' Nei, kannski einmitt ekki. Góð ráð þurfa ekki að vera dýr ráð, eins og dæmin sanna - og raunar mörg þau bestu; já, af hverju ekki að setja matarsóda á bólurnar? Það er einmitt hægt að prófa þetta einfalda ráð til að losna við bólur. Blandaðu matarsóda saman við vatn þannig að úr verði hæfilega þykkur massi til að bera á andlitið. Nuddaðu blöndunni mjúklega á húðina og láttu liggja á í 15 mínútur. Þetta opnar húðina, fjarlægir dauðar húðfrumur og losar þig við bakteríur sem valda bólum. Til að fá sem mestan árangur þá er best að gera þetta einu sinni í viku.​