Marta ó­sátt og skilur ekki frétta­flutninginn: „Við erum öll að gera okkar besta“

„Heil­brigðis­starfs­fólki hefur ekki enn­þá verið skipað að halda sig heima heldur hafa komið til­mæli, sum hafa getað breytt sínum ferðum en önnur ekki. Á­stæður geta verið alls konar.“

Þetta segir Marta Jóns­dóttir for­maður hjúkrunar­ráðs og hjúkrunar­fræðingur á Hjarta­gátt í pistli í Fréttablaðinu. Hún bendir á að hjúkrunar­fræðingar séu kjara­samnings­lausir og hafa verið í næstum ár.

„Sá kjara­samningur sem við erum laus undan var ekki einu sinni samningur heldur lög sem voru sett á verk­fall hjúkrunar­fræðinga sem enn eru með um 20 prósent lægri laun en aðrar sam­bæri­legar fag­stéttir,“ segir Marta og bætir við:

„Samt svo mikil­væg þegar á reynir. Svo mikil­væg að það er eins gott að taka ekki pásu, líta aldrei undan. Ég skil ekki alveg til­ganginn með svona frétta­flutningi, er verið að reyna að grafa undan trausti til heil­brigðis­kerfisins?“ spyr Marta og heldur á­fram:

„Er verið að reyna að finna söku­dólg og erum við auð­velt skot­mark því ein­hver gleymdi geisla­baugnum heima og hagaði sér eins og manneskja?“ spyr Marta og biðlar til al­mennings að standa með hjúkrunar­fræðingum.

„Við þurfum á því að halda. Sér­stak­lega núna, þegar heil­brigðis­starfs­fólk af öllum mögu­legum fag­stéttum tekur á sig auka vinnu, forðast manna­mót, breytir plönum eins og hægt er og er stöðugt að fræða aðra og leggja sitt af mörkum til að þessi CO­VID-19 far­aldur valdi sem minnstum skakka­föllum í þjóð­fé­laginu.“

Þá segir Marta að lokum:

„Aftur - við erum öll að gera okkar besta!“