María Sigrún slær í gegn á TikTok – Sjáðu myndbandið

María Sigrún Hilmarsdóttir, fréttakona og fréttaþulur hjá RÚV, hefur slegið í gegn á samfélagsmiðlinum TikTok.

Um fimm hundruð þúsund manns hafa nú horft á myndband af Maríu gera sig klára fyrir útsendingu í sjónvarpi með því að rappa með lagi tónlistarmannsins Ice Cube.

Myndbandið birtist fyrir tveimur dögum og er óhætt að segja að það sé býsna skemmtilegt, enda sjá lesendur Maríu Sigrúnu í nokkuð öðru ljósi en þeir eru vanir.

@ruvfrettir Gleðilegan föstudag. Hér má sjá fréttamann koma sér í gírinn fyrir kvöldfréttirnar með pepp-lagi frá @icecubeofficialll #fréttir #fyp #icecube #íslenskt ♬ original sound - RÚV - fréttir