Bananar eru mjög næringarríkir, meðal annars er mikill mjölvi í þeim auk þess sem þeir eru mettandi. Þeir eru líka mikilvæg uppspretta A-, B- og E-vítamína og í þeim er mjög mikið af steinefnum eins og fosfóri, járni, kalki og sinki sem eru okkur mikilvæg.
Sem dæmi má nefna þá er í einum banana sem er um það bil 200 gröm 22,84 g kolvetni, 89 kaloríur og 1,09 g prótein. Eins og áður sagði eru þeir líka vítamín, steinefna- og trefjaríkir. Besta er að þenna orkubita má fá fyrir lítinn pening, til að mynda kostar eitt stykki banani um 52 krónur í Bónus eða 259 krónur kílóið. Góð kaup þar fyrir þennan holla og orkumikla ávöxt sem hægt að leika sér með í matagerð líka.
Kosturinn við banana er líka að það er auðvelt að melta þá og þeir eru því góð fæða fyrir þá sem stundum fá nánar tilteknar meltingartruflanir. Upphaflega koma bananar frá SA-Asíu og Ástralíu en nú er hægt að rækta þá í næstum hvaða hitabeltisumhverfi sem er.