Manstu eftir að að halda eftir tómum glerkrukkum?

Þú getur svo sannarlega verið þín eigin endurvinnsla og hugað vel að því hverju er fleygt og hverju ekki. Eitt af því sem þarf ekki að fara beint í sorpið eru tómar sultu-, tómatsósu-, og niðursuðukrukkur. Gler er lyktarlaus og auðvelt er að þrífa það. Gott er að nota gamlar krukkur undir heimagerðar sultur, snarl eða jafnvel fyrir afganga. Nú styttist í berjatínslur og það stefnir í góða uppskeru, bæði af trjám og lyngum og þá er gott að eiga krukkur á lager fyrir sultugerð.

Þú getur stuðla að umhvefisvænum lífsstíl með því að nota glerkrukkur til margs konar þátta og vinir og vandamenn geta einnig glaðst yfir því að fá krukkur undir fyrir matargerð, eins og sultugerðina, pestó eða jafnvel til að skreyta og geyma skart eða smáhluti í. Glerkrukkur er hægt að nota á margvíslegan hátt og alls ekki henda þó lokin skemmist, því það er auðveld að kaupa ný.  Ekki má gleyma þeirri staðreynd að allur matur endist lengur í glerkrukkum heldur enn í plasti. Það er því betri geymsluaðferð að geyma mat í glerkrukkum fremur en í plastílátum.