Magapest heltók norðlendinga um jól

Fjölmörg dæmi voru um að skæð magapest setti mark sitt á heilsu landsmanna yfir jólin. Bæði virðist umgangspest hafa haft töluver áhrif á margan íbúann en einnig hefur skæð Nóró-veira farið um landið.

Alvarlegustu tilfellin komu upp á Sauðárkróki en þar veiktust skólabörn, íbúar á elliheimili og víðar þannig að mikið mark setti á.

Morgunblaðið í dag hefur eftir sóttvarnarlækni að  upp á síðkastið hafi Nóró-veitan verið sérlega skæð innan stofnana.

Stundum eru deildir einangraðar enda getur magapest höggvið nærri heilsu, ekki síst aldraðra.

Hreinlæti er alltaf til bóta en veiran smitast greiðlega manna á millum.