Mættur aftur þar sem hann byrjaði í faginu, reynslunni ríkari með eina glæsilegustu gleraugnaverslun landsins með allt til alls

Í kvöld ætlar Sjöfn Þórðar að heimsækja Hafnartorgið sem er kærkomin viðbót í miðbæjarflóruna og hefur gjörbreytt ásýnd hafnarsvæðisins til hins betra.  Glæsilegar fasteignir hafa risið upp og tengt gamla tímann við hin nýja með glæsilegri útkomum. Í tilefni þess og í aðdraganda jólanna heimsækir Sjöfn, Kjartan Kristjánsson, sjóntækjafræðing og eiganda gleraugnaverslunarinnar Optical Studio sem er nú komin líka á Hafnartorgið en hann opnaði sína fyrstu gleraugnaverslun árið 1982 og síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Kjartan segir meðal annars frá tilurð þess að hann stofnaði Optical Studio gleraugnaverslunina og frá þeirri þróun sem hefur orðið.

Áhugavert innlit á Hafnartorginu í kvöld.

Þátturinn Fasteignir & Heimili verður á dagskrá í kvöld klukkan 20.30 og aftur klukkan 22.30.