Húsið er reisulegt og fangar augað og það má með sanni segja að staðurinn sé þétt setinn öll kvöld. Maðurinn bak staðinn og matseðilinn, eigandinn frá upphafi er Einar Geirsson matreiðslumeistari. Í þættinum Matur og Heimili heimsækir Sjöfn, Einar þar sem þau spjalla um sögu og tilurð staðarins en Einar hefur áralanga reynslu í veitinga- og matreiðslugeiranum. Einar var í kokkalandsliðinu um árabil og var matreiðslumaður ársins 2003, hann hefur tekið þátt á heimsmeistaramótum og ólympíuleikum í matreiðslu og unnið til fjölda verðlauna, bæði gull- og silfurverðlauna.
„Frá byrjun langaði okkur að vera öðruvísi og bjóða upp á eitthvað nýtt og spennandi. Til mynda þegar við opnuðum fyrst litla staðinn okkar að Kaupvangsstræti 23, buðum við upp á að viðskiptavinir gátu valið sér sjálfir krydd á hráefnið, við vorum með tólf krydd sem hægt var að velja úr,“ segir Einar en bætir við að staðurinn hafi síðan stækkað og þróast. Rub 23 nýtur mikilla vinsælda hjá Íslendingum og vinsældirnar hafa bara vaxið síðustu misseri og hefur eftirspurn til mynda aukist að fá að sækja sushi og taka heim. Bregðast á frekar við þeirri eftirspurn í haust og sviptir Einar hulunni af því leyndarmáli í þættinum í kvöld.
Aðspurður segir Einar að áhersla hafi ávallt verið að vera með hráefni og matargerð þó svo að það hafi ekki farið hátt. „Við erum til dæmis með eyfirskt nautakjöt, svo erum við með íslenskt wasabi og hunang frá nokkrum konum hér í sveitinni sem eru með býflugnarækt,“ segir Einar.
Rub 23 er ekki einni staðurinn á Akureyri sem Einar á og rekur. Hann býður upp á fjölbreytta matarflóru á fjórum stöðum í sömu götunni og geri aðrir betur.
Meira leyndardóma Rub 23 í þættinum Matur og heimili í kvöld klukkan 21.00 á Hringbraut.
Hér fyrir neðan má sjá brot úr þætti kvöldsins: