Lúxus gisting í Eyfirskri sveit - Íslandsbærinn

Í þættinum Matur og heimili í kvöld leggur Sjöfn Þórðar leið sína norður í Eyjafjarðarsveit í nánd við Akureyri og heimsækir Heiðdísi Pétursdóttur í Íslandsbæinn Old Fram. Íslandsbærinn er ný uppgerður fjögurra bursta bær, byggður að gömlum stíl, stórglæsilegur og býður upp á lúxusgistingu á einstökum stað í Hrafnagili.

Íslandsbærinn 1.jpeg

Sjöfn heimsækir Heiðdísi sem á Íslandsbæinn ásamt fjölskyldunni sinni og sér um daglega rekstur. Heiðdís þekkir sögu hússins vel og hefur tekið ástfóstri við að gera Íslandbæ af rómantískir lúxusgistingu þar sem gamli og nýi tíminn mætast.

„Við vissum svo sem ekkert hvað við ætluðum að gera fyrst húsið og svo varð þetta bara svona,“ segir Heiðdís um Íslandsbæinn. Íslandsbærinn var upphaflega reistur fyrir rúmlega 24 árum af tengdaföður hennar og gegndi þá hlutverki veitingaskála en honum var lokað og hafði húsið ekkert hlutverk í langan tíma. Bersýnilega sést á smíðinni og hönnuninni að þarna var verið að halda til haga gamalli hefð og hvert smáatriði er fallega unnið.

Þegar starfsemi veitingaskálans var hætt, ekkert var í gangi í húsinu í nokkur ár og bankinn eignaðist húsið fór burstabærinn í niðurníðslu. „Húsið var komið í svo mikla niðurníðslu að við hjónin bara gátum ekki horft upp á þetta lengur,“ segir Heiðdís en þau maðurinn hennar Hreiðar Hreiðarsson keyptu húsið af bankanum og árið 2018 opnuðu þau Íslandsbæinn fyrir gistingu. „Við vorum dúlla okkur í þessu í svolítinn tíma á undan. Við vissum svo sem ekkert hvað við ætluðum að gera við hann fyrst, en urðum að finna bænum nýtt hlutverk.“

Íslandsbærinn 4

Endurbæturnar á Íslandsbænum er alfarið verk þeirra hjóna. „Ég bý líka svo vel að eiga mann sem er smiður, þannig að maður hefur bara fengið að blómstra í hönnun hérna.“ Tengdapabbi Heiðdísar, Heiðar, aðstoðaði þau líka við endursmíðina og útkoman er hin glæsilegasta enda er Íslandsbærinn mikið prýði fyrir svæðið og býður upp á lúxusgistingu sem á sér enga líka.

Íslandsbærinn5

Áhugavert og skemmtilegt innlit Sjafna í Íslandsbæinn í Eyjafjarðarsveitinni í þættinum Matur og heimili á Hringbraut í kvöld klukkan 19.00 og aftur klukkan 21.00.

Brot úr þætti kvöldsins má sjá hér: