Svandís Svavarsdóttir ætlar að una dómi undirréttar sem nýlega dæmdi hana seka um lögbrot vegna afskipta hennar af ákvörðunum yfirmanna Sjúkratrygginga Íslands. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Svandís hlýtur dóm vegna embættisverka sem ráðherra.
Árin 2009 til 2013 gegndi Svandís embætti umhverfisráðherra og var þá bæði dæmd sek í undirrétti og Hæstarétti vegna valdníðslu gagnvart bændum og sveitarfélagi á bökkum Þjórsár. Þá komu fram háværar kröfur um að hún viki úr ríkisstjórn eins og tíðkast við slíkar aðstæður í öllum þróuðum ríkjum. En hún fór hvergi og komst upp með það.
Sigríður Andersen dómsmálaráðherra hefur einnig brotið lög í embætti dómsmálaráðherra og hlotið dóma bæði í undirrétti og Hæstarétti. Hún braut ákvæði stjórnsýslulaga við skipan fjögurra dómara í Landsdóm þar sem hún vék frá hæfismati. Einn umræddra dómara er eiginkona Brynjars Níelssonar þingmanns Sjálfstæðisflokks.
Nú er ríkið krafið bóta vegna ólögmætra athafna ráðherrans.
Sigríður Andersen víkur samt ekki. Ríkisstjórnin situr uppi með tvo lögbrjóta við ríkisstjórnarborðið. Í svonefndum bananalýðveldum þykir þetta allt í lagi.
Ekki verður þessi staða til að auka traust á ríkisstjórninni en fylgi við hana minnkar stöðugt.
Rtá.