Þegar nóg er að gera á stórum heimilum, miklar annir og tíminn virðist ekki duga til að framkvæma öll heimilisverk til dæmis eins og laga góðan kvöldverð fyrir fjölskylduna þá er gott að leita til þeirra sem luma á góðum ráðum fyrir matargerðina. Við komum aldrei að tómum kofanum þegar Berglind Hreiðarsdóttir köku- og matarbloggari er annars vegar og hún er snillingur í því að töfra fram sælkeramáltíð á örskammri stundu í eldhúsinu. Berglind er líka ráðagóð þegar kemur að því að vera hagsýn í matarinnkaupum og spara um leið tímann.
Í þættinum Matur og Heimili heimsótti Sjöfn Þórðar, Berglindi í eldhúsið á heimili hennar í Mosfellsbænum og fékk hana til að töfra fram sælkeramáltíð á örskammri stundu fyrir alla fjölskylduna. Fyrir valinu hjá Berglindi var indverskur kjúklingaréttur sem er leikandi létt fyrir alla að framreiða og töfrar hún fram indverskt bragð sem fer með bragðlaukana á flug. „Það er svo frábært að geta farið í eina verslun og nálgast allt hráefnið, eins og ég gerði í þessu tilfelli. Ég fór í Bónus sem er hér í minni heimabyggð, Mosfellsbænum. Þar fékk ég allt hráefnið í þessa máltíð og sló nokkrar flugur í einu höggi, tók stuttan tíma í verslunarleiðangurinn, hagkvæm kaup og ég get töfrað fram indverska sælkeramáltíð fyrir alla fjölskylduna án mikils tilstands,“ segir Berglind. Aðspurð segist Berglind oft nýta sér að kaupa ljúffengar sósur sem eru tilbúnar í krukkum og dósum í stað þess að þurfa kaupa fjölmörg krydd og hráefni þegar hún vill töfra fram sælkeramáltíð á örskammri stundu og um leið vera með matarupplifun sem gleður bragðlaukana. Hér má sjá þáttinn í heild sinni: Matur & Heimili
Indverskur kjúklingaréttur
Fyrir 4-5 manns
800 g frosnar kjúklingabringur frá Euro Shopper (afþíða)
2 krukkur Tikka Masala sósa frá Euro Shopper
ólífuolía til steikningar
salt og pipar eftir smekk
Meðlæti
4 pokar af Tilda hrísgrjónum (í bláum pökkunum – 6 pokar í kassa)
1 búnt kóríander, saxað ,til að strá yfir réttinn og brauðið í lokin
4 stk Stonefire NAAN brauðin (eru kælinum)
smjörklípu
salt eftir smekk
Byrjið á því að hita ólífuólíu á pönnu og skera niður kjúklingabringurnar í bita. Þegar olían hefur hitnað í miðlungshita þá er kjúklingurinn settur á pönnuna og steiktur. Miðum við að loka bitunum, tekur stutta stund. Krydda örlítið með salti og pipar.
Hellið síðan sósunni úr báðum krukkunum yfir og leyfið að malla í um það bil 10 mínútur.
Sjóðið vatn á meðan fyrir grjónin og setjið grjónin í þegar suðuna kemur upp. Þurfa að sjóða í um það bil 10 mínútur. Upplagt er að hita naan brauðin í örstutta stund í bakaraofni við 180°C í 3-5 mínútur og bera brauðin fram heitt með réttinum. Þegar kjúkingarétturinn er tilbúinn, grjónin soðin og brauðin volg er rétturinn borinn fram ásamt grjónunum, heitu naan brauðunum, fersku söxuðu kóríander, smjöri og grófum saltflögum.
*Allt hráefnið fæst í versluninni Bónus.
Sjöfn Þórðar og Berglind Hreiðarsdsóttir.