Við fengum matar- og heimilisbloggarann Maríu Gomez fagurkera með meiru til deila með okkur fljótlegum, einföldum og bragðgóðum rétti sem hentar vel í kvöldmatinn eftir annasaman dag. Umfram allt að gefa okkur hugmyndir af ljúffengum rétt sem við getum töfrað fram með litlum tilkostnaði.
„Þessi pastaréttur hefur mér alltaf fundist mjög góður, en hann hef ég fengið reglulega hjá henni elsku Titu (frænku) Paz spænskri föðursystir minni í gegnum tíðina. Hér notast ég við eitt hráefni sem ég held að Íslendingar séu ekkert að nota mikið, en það er grísahakk en ég lofa það er mjög gott og hvet ég ykkur til að prófa. Rétturinn er ekki bara afar einfaldur heldur einnig mjög ódýr og alveg ekta til að hafa í kvöldmat eftir annasaman dag á virkum degi. Krakkarnir mínir elska hann og því mæli ég með honum fyrir barnafólk. Ég var ekkert að snobba neitt fyrir réttinum og keypti bara allra ódýrustu hráefnin. Penne pastað og pastasósan voru bæði frá Euro shopper sem fást í Bónus og pastasósan er sú besta ég hef bragðað í þennan rétt.
Penna Pasta frænku Paz
500-600 g grísahakk
250-350 g ósoðið penne pasta
½ hótel laukur (þessi risastóri) eða 1-2 venjulegir laukar, smátt skornir
1 stk. geiralaus hvítlaukur eða 4-6 hvítlauksrif marin
1 stk. græn paprika smátt skorin
1 stk. Pastasósa í krukku að eigin vali en ég notaði frá Euro Shopper og hún er mjög fín (ekki auglýsing)
2 msk. ólífuolía
salt og pipar
Byrjið á því að saxa laukinn mjög smátt niður og ásamt paprikunni. Merjið hvítlaukinn.
Setjið vatn í pott og saltið það mikið að það verði eins og sjóvatn.
Látið vatnið byrja að sjóða og setjið þá penne pastað út í og sjóðið í 10 mínútur eða eins og stendur á pakkanum. Setjið olíu á pönnu og setjið á hæsta hita.
Þegar olían er orðin vel heit lækkið þá hitann niður og setjið lauk, hvítlauk og papriku á pönnuna.
Passið að steikja ekki þannig brúnist heldur bara við vægan hita þannig soðni í olíunni og verði mjúkt
saltið og piprið yfir. Þegar grænmetið er orðið mjúkt setjið þá hakkið út á og saltið vel og piprið aftur
Hækkið hitann á pönnuni aðeins upp og hrærið vel á meðan hakkið er að steikna í grænmetinu
Þegar hakkið er til og pastað soðið, sigtið þá vatnið frá pastanu og setjið beint út á pönnuna án þess að skola pastað það má ekki. Bætið svo við pastasósunni og blandið vel saman
Gott er að bera þetta fram með fersku salati og hvítlauksbrauði.
*Allt hráefnið í réttinn fæst í Bónus.