Á fallegum kvöld þegar það er farið að rökkva er ljúft að fá sér heitan drykk sem yljar. Hér erum við komna með fullkomna blöndu fyrir Irish Coffee sem allir kaffiaðdáendur eiga eftir að elska og fleiri til. Hún er komin úr smiðju okkar ástsæla köku- og matarbloggara Berglindi Hreiðars hjá Gotteri og gersemar en drekkur til að mynda ekki mikið kaffi en kolféll fyrir þessum.
„Ég drekk til dæmis ekki mikið kaffi, nema það sé í shake, frappó eða einhvers konar lúxusdulargervi eins og Irish Coffee með miklum rjóma þó svo að sem barn hafi ég drukkið slíkt með 10 sykurmolum og mikilli mjólk hjá ömmu Guðrúnu.“
Berglindi finnst skipta miklu máli að velja gott kaffi í drykkinn en hún heldur mikið uppá Starbucks kaffið og velur það í drykkina sína. Nú fæst Starbucks kaffið í hylkjum í Byggt og búið og Berglind er búin að fá sér kaffivélina líka sem þar er að finna og getur því töfrað sitt uppáhalds bragð, alvöru Starbucks kaffi, sem hún þekkir svo vel frá því að fjölskyldan bjó í Bandaríkjunum. Hver og einn getur valið sitt uppáhalds kaffi í sinn drykk.
Gaman er að framreiða Irish Coffee í fallegum háum glösum þar sem rjóminn og súkkulaðispænirinn njóta sín til fulls./Ljósmyndir Berglind Hreiðars
Irish Coffee
Uppskrift dugar í 2 glös
- 6 tsk. púðursykur
- 2 bollar kaffi (um 260 ml)
- 60 ml Kilbeggan Irish Whiskey
- 100 ml léttþeyttur rjómi
- Súkkulaðispænir
- Hitið glösin fyrst með því að hella í þau sjóðandi vatni sem þið síðan hellið aftur úr eftir smá stund.
- Setjið púðursykurinn í glasið og því næst heitt kaffi, hrærið saman þar til sykurinn leysist upp.
- Næst má setja viskíið saman við og að lokum léttþeyttan rjóma og súkkulaðispæni.