Sjöfn Þórðar býður í sunnudagskaffi á þjóðlega vísu með frönskum blæ.
„Sunnudagar eru tilvaldir dagar til að bjóða gestum heim í ljúffengar pönnukökur með ómótstæðilegu meðlæti sem kitlar bragðlaukana og gleðja. Þegar haustið mjakast inn og vindurinn lætur í sér heyra er ekkert notalegra enn að bjóða gestum heim og töfra fram ljúffengar sælkera veitingar. Á okkar heimili reynum við að nýta sunnudagana til hitta vini og vandamenn og kaffiboðin eru afar vinsæl. Meðfylgjandi er klassísk uppskrift af pönnukökum sem hefur fylgt fjölskyldunni í árana rás og hittir alltaf í mark. Meðlætið setur punktinn yfir i-ð,“ segir Sjöfn Þórðar.
Pönnukökur eru ávallt góðar upprúllaðar með sykri, með rjóma eða ís. Hins vegar er hægt að gera þær enn í ómótstæðlegri með frönskum hætti, með því bjóða upp á brætt súkkulaði eða nutella og ferska ávexti ofan á. Fersk jarðaber, bláber og bananar passa vel með eða hvaðeina sem er í uppáhaldi hjá hverjum og einum. Nú flæða líka inn nýgerðar sultur á mörgum heimilum sem njóta sín vel á nýbökuðum pönnukökum. Enginn verður svikinn af nýbökuðum pönnukökum með íslenskri berjasultu.
Íslenskar pönnukökur
300 g hveiti
2 stk. egg
5-6 dl mjólk (má nota laktósafría mjólk eða kókosmjólk)
1 ½ íslenskt smjör
1 tsk. lyftiduft
1 msk. sykur (má sleppa og líka setja stevíu í staðinn)
1 tsk. vanilludropar
Byrjið á því bræða smjörið á pönnukökupönnunni við vægan hita. Setjið hveitið í skál og setjið eggin og lyftiduftið saman við. Hellið helming af mjólkinni saman við og hrærið þar til að blandan verður kekkjalaus. Ef of miklu af mjólkinni er hellt út í getur deigið farið í kekkið. Blandið síðan afganginum af mjólkinni rólega saman við deigið og hrærið rólega. Að lokum er bræddu smjörinu bætt saman við. Hitið pönnuna vel og passið að hafa smá fitu á henni áður enn pönnukökur eru bakaðar. Þegar pannan er orðin vel heit byrjið þá baksturinn. Betra er að deigið sé fljót að bakast því ef það er lengi að bakast verða pönnukökurnar seigar. Galdurinn er líka að vera með góðan pönnukökuspaða til að snúa pönnukökunni við og umfram allt að vera með íslenska pönnukökupönnu.
Veljið meðlæti að eigin vali til að setja á pönnukökurnar og borðið af hjartans lyst.