Ljúffeng jólasalöt og sultaður rauðlaukur meðal nýjunga frá Bónus

Tvö ný jólasalöt með jólamatnum og sultaður rauðlaukur í neytendaumbúðum hafa litið dagsins ljós hjá Bónus. Hér er um að ræða hið fræga Waldorfsalat og Jólasalatið sem er ómissandi með hinum klassísku jólasteikum eins og jólahangikjötinu og hamborgarhryggnum ásamt Rauðlaukssultunni ljúffengu.

Allt á jólahlaðborðið fyrir sælkerana

Bald­ur Ólafs­son, markaðsstjóri Bón­us seg­ir að ákvörðunin um að hefja fram­leiðslu og sölu á rétt­um sem þess­um til að koma til móts við ósk­ir viðskipta­vina Bón­us og einfalda matgerðina til muna. Hægt er að fá allt á jólahlaðborðið í Bónus í dag þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi og hægt að töfra fram glæsilega sælkerajólaveislu á örskammri stundu án mikils tilstands og fyrirhafnar.

Ávallt hugað að því að sporna gegn matarsóun

Aðspurður segir Baldur að salan fari vel á stað og greinilegt að viðskiptavinir hafa verið að bíða eftir svona vörum. „Þetta er líka í frekar smáum og passlegum einingum og því mun hentugri til að sporna gegn matarsóun en það er auðvitað vel hægt að kaupa fleiri einingar ef þurfa þykir.“

Einfalt, strangheiðarlegt og ljúffengt

Jafnframt segir Baldur að hugmyndafræðin með framleiðslunni og sölunni á nýjungum að einfalda viðskiptavinum lífið og koma til móts við tíðrandann. „Við erum að reyna spara fólki tíma og fyrirhöfn. Þetta á að vera einfalt og strangheiðarlegt en á sama tíma ljúffengt.“

Bónus er ávallt með puttann á púlsinum og fleiri nýjungar í stöðugri þróun. „Við erum alltaf að prófa okkur áfram og hafa samstarfsaðilar okkar verið duglegir að koma með hugmyndir og nýungar til okkar. Nýlega settum við á markað Grjónagraut en á umbúðum er auðveld og góð uppskrift fyrir Ris a la mande sem er ómissandi á sumum heimilum um jólin. Jafnframt er glæný og girnileg Bónus súpa komin inn í flóruna okkar, Villisveppasúpa. Næsta nýjung kemur í janúar.“

M&H Bónus Villisveppasúpan.jpg

M&H Grjónagrautur Bónus.jpg

Aldrei betra verð í Bónus á jólasteikunum

Það má með sanni segja að jólasteikin hafi sjaldan eða aldrei verið á betra verði í Bónus. Sem dæmi má taka verðin á þessum sælkera steikum sem koma með jólin. Fjalla hangilæri á 2.598,- kr./kg., Kalkúnabringa á 1.598 kr,-/kg., Ungnautalund á 3.998,- kr./kg. , Wellington nautasteik á 5.998,- kr./kg og Hamborgarhryggur frá 1.198,- kr/kg og margt fleira.

Heimili - Kalkúnabringa.jpg

M&H Bónus Wellington.jpg

M&H Bónus Fjalla hangikjöt.jpg

M&H Bónus Hamborgarhryggur.jpg