Flos - Arco gólflampinn er einn vinsælasti gólflampinn í heiminum og er þekktur fyrir hönnun þar sem gæðin og hönnun eru sameinuð með stórfenglegri útkomum. Bræðurnir Achille og Pier Giacomo Castiglioni eru hönnuðir lampans og voru innblástnir af einfaldri hönnun ljósastaura. Stálsveigurinn sem heldur lampanum uppi sameinar hagkvæmni, gæði, sveigjanleika og styrk og steinfóturinn er úr marmara. Marmarinn er einfaldlega til að fá sem mestan massa án þess að taka mikið pláss. Gatið í marmaranum er ekki bara til skrauts heldur til að auðvelda það að lyfta fætinum og færa hann til. Notagildið var leiðarljós í allri hönnun Arco lampans en niðurstaðan er engu að síður fegurð og glæsileiki í hverri línu. Flos -Arco lampinn fæst meðal annars í verslunum Lúmex og Casa.