Litur ársins hjá iittala sea blue

Nú geta Iittala aðdáendur og fagurkerar fengið að njóta nýrra lita og fríska upp á heimilið í skammdeginu.

Sea Blue er litur ársins 2019 hjá Iittala. Víða um heim er blár litur þekktur sem vinsælasti liturinn en litur er sérstaklega vinsæll í glösum, karöflum, og vösunum vegna tengingarnar við vatn. Róandi en jafnframt frískandi litir sem stuðla að aukinni vellíðan einkenna árið 2019.  Sea Blue liturinn hefur verið í framleiðslu frá því í byrjun ársins 2000 en í ár verða fjölmargar nýjar vörur framleiddar í þessum frísklega lit. Þar má helst nefna Kastehelmi glas, disk skál og krukku, Aino Aalto glös, Kartio karöflu, Aalto vasa í nokkrum stærðum og Kaasa kertastjakann.

\"\"

Innblásturinn kemur frá Finnlandi en í Finnlandi eru þúsundir vatna ásamt því sem það hefur langar strendur sem snúa að Eystrasaltinu.  Finnar finna því ákveðna tenginu við vatnið ásamt því sem það er lífsviðurværi margra. Vatn eða sumarhús við sjóinn er nauðsynlegur hluti finnska sumarsins, en flest sumarfrí snúast að miklu leiti um vatn, svo sem sundferðir, gufuböð, veiði, kanósiglingar, róður og svo má lengi telja.  Sea Blue liturinn vísar í sólríkan dag í fallegum eyjaklasa og kvöldsund eftir notalegt gufubað. Einstaklega afslappandi og rómantískt.

\"\"