Listrænt og fallegt heimili við hafið suður með sjó

Ingibjörg Ósk Jóhannsdóttir fagurkeri verður hjá Sjöfn Þórðar í þættinum Fasteignir og Heimili í kvöld:

Það má með sanni segja að flest heimili lýsi vel þeim sem þar búa og áhugavert að sjá hvernig persónuleiki heimilisfólksins getur skinið í gegn. Sjöfn Þórðar heimsækir Ingibjörgu Ósk Jóhannsdóttur fagurkera á heimilið hennar í þættinum Fasteignir og heimili í kvöld. Ingibjörg Ósk býr ásamt fjölskyldu sinni í Innri Njarðvík í huggulegu einbýlishúsi á fallegum stað í nálægð við hafið. Híbýli Ingibjargar er eitt af þeim heimilum sem lýsir þeim sem þar búa vel.

Ingibjörg Ósk er mikill fagurkeri og listrænir hæfileikar hennar njóta sín sannarlega þegar kemur að því að prýða heimilið. Hún hefur afar gott auga fyrir fallegum hlutum, skemmtilegum og hagkvæmum lausnum þegar kemur að því að stílsera heimilið, bæði innan sem utan. „Ég hef gaman að því að gefa gömlum hlutum nýtt líf og blanda saman með nýju,“ segir Ingibjörg Ósk og hefur meðal annars fundið gamla borðstofuskápa á vefsíðunni bland.is og málað með stórglæsilegri útkomu.

Á veggjunum heimilisins er mikið að fallegum verkum og ljóstrar Ingibjörg Ósk upp listrænum hæfileikum sínum með fjölda verka sem prýða heimilið. Uppáhalds litatónar hennar fá að njóta sín og koma vel út innan um innanstokksmuni ásamt litlu hlutunum sem hafa allir hlutverki að gegna.

Fjölskyldan hannaði líka og byggði sér draumapallinn þar sem hlýleikinn og rómantíkin ræður ríkjum. Jafnframt fá hlutir þar að njóta sín frá æskuslóðum Ingibjargar Óskar eins og hreindýrahorn. „Ég elska hreindýr og þau eru í miklu uppáhaldi hjá mér,“ segir Ingibjörg Ósk og skartar stórfenglegu hornum á pallinum sem gleðja augað og vekja eftirtekt.

Missið ekki af áhugaverðu og lifandi innliti á fallegt heimili þar sem kyrrðin og hafið setja punktinn yfir i-ið.

Þátturinn Fasteignir & Heimili verður á dagskrá í kvöld klukkan 20.30 og er að jafnan ferskur, fjölbreyttur og með persónulegum blæ.

F&H Innlit til Ingu nr. 2.jpg

F&H Innlit til Ingu nr. 2.jpg