Í þættinum Matur og Heimili í kvöld heimsækir Sjöfn Þórðar líka listhúsið Dyngjuna sem er við fjallsrætur Kerlingar í landi Fífilbrekku Eyjafjarðarsveit. Konan bak við Dyngjuna er Guðrún Hadda Bjarnadóttir myndlistakona og veflistakona, sem ávallt er kölluð Hadda.
Það er ævintýralegt og mikil upplifun að koma til Guðrúnar Höddu og skoða listmunina sem þar er að finna bæði innan og utandyra. Svo á hún líka svo skemmtilegt áhugamál sem við fáum hana til að sýna okkur og segja frá.
Veflistin mín hefur skírskotun í íslenskt þjóðlíf og menningu,“ segir Guðrún Hadda sem hefur unnið fjölda fallegra verka. Náttúran kemur líka við sögu í verkum Guðrúnar Höddu og þar koma eldgosin og hraunin sterk inn enda gefur náttúran tóninn með innblæstri sínum. Hún er fjölhæfur listamaður, málar, vefur, tekur ljósmyndir ásamt því að vinna að ýmiskonar handverki. Guðrún Hadda hefur látið sér sérstaklega annt um þjóðlegt íslenskt handverk og hefur lagt sig fram um að varðveita það og kynna og ber listhús hennar, Dyngjan vel þess merki.
Hadda á líka fleiri áhugamál og sumir myndu hræðast eitt hennar aðaláhugamál en það er býflugnarækt. „Mér finnst þær svo skemmtilegar og gaman að fylgjast með þeim,“ segir Hadda og brosir.
Missið ekki af fróðlegri og skemmtilegri heimsókn Sjafnar í Dyngjuna í Fífilbrekku í Eyjafjarðarsveit í þættinum Matur og heimili á Hringbraut í kvöld klukkan 19.00 og aftur klukkan 21.00.
Brot úr þætti kvöldsins má sjá hér: