Hrökkbrauð Lindu
- 1 dl. hörfræ
- 1 dl. sólblómafræ
- 1 dl. sesamfræ
- 1 dl. graskersfræ
- 1 dl. gróft haframjöl
- 3 1/2 dl. bókhveitimjöl (gluten laust) eða speltmjöl.
- 2 tsk. salt
- 1 1/4 dl. olífuolía
- 2 dl. vatn (heitt)
Aðferð:
Allt hráefni sett í skál og hrært saman með sleif. Helmingur af degi settur á bökunarpappír og dreift með sleikju jafnt yfir blaðið/bökunarplötu. Uppskriftin dugir á tvær plötur. Bakist á 200 °C í um 20 mínútur.
(Ef degið er of þunnt, er gott að láta það standa í skálinni um stund meðan fræin drekka í sig vökvann). Þegar brauðið er bakað er það skorið niður í litlar sneiðar.
Fyllt paprika bökuð í ofni.
- 1 rauð paprika
- 1 lítill tómatur (má vera fleiri)
- 1/2 bolli soðin brún hrísgrjón
- 1/4 bolli eldaðar svartar baunir
- 4-5 ólífur
- 1 matskeið ólífu olía
- 1 matskeið feta ostur
- 1/2 sneak ostur (ég vel vegan)
- Salt og pipar eftir smekk
Aðferð:
Skerið paprikuna og opnið og hreynsið að innan. Setjið allt hráefnið inní paprikuna og setjið ostinn síðast. Setjið paprikuna á ofnskúffu. Skerið tómatana á ofnskúffuna. Bakið við 180 gráður í 10 mínútur eða þar til osturinn er bráðinn. Ef bakaðar eru fleiri paprikur margfaldast uppskriftin með sömu hlutföllum.
Hummus
- 2 bollar kjúklingabaunir
- 2 matskeiðar tahini
- 2 hvítlauksrif (má vera fleiri)
- Safi úr einni sítrónu
- Safi úr hálfri appelsínu
- Fersk steinselja niðurskorin
- Ólífu olía
- Örlítið af Cayenne pipar
Aðferð:
Setjið allt hráefni nema steinselju og olíu og blandið í blandara eða Nutri Bullet. Setjið í skál og skreytið með steinselju og setjið smá ólífu olíu yfir.
Avocado súkkulaðimús
- 1 avocado
- Möndlumjólk (magn fer eftir því hve þykka þið viljið hafa súkkulaðimúsina)
- Hunang (magn fer eftir smekk, eftir því hve sæt hún á að vera)
- 11/2 -2 teskeiðar lífrænt kakó (má vera meira ef vill)
- 3 döðlur
Aðferð:
Skafið innan úr avocado ávextinum og setjið í blandarann ásamt möndlumjólkinni. Síðan eru döðlur og hunang og kakó sett útí og blandað saman. Setjið síðan í skál og kælið. Má síðan bera fram með ávöxtum, þeyttum rjóma eða ís.
Verði ykkur að góðu :)