Líklega verður ásgeir jónsson bankastjóri seðlabanka íslands

Þrír umsækjendur um embætti bankastjóra Seðlabanka Íslands þykja nokkuð bera af öðrum að því er varðar menntun og starfsreynslu. Þeir eru:

Dr. Ásgeir Jónsson forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands. 

Dr. Benedikt Jóhannesson fyrrv. ráðherra fjármála og efnahagsmála.

Dr. Jón Daníelsson prófessor í London.

Verði einginn þeirra fyrir valinu þá er viðbúið að einhver djúpstæð pólitík hafi hlaupið í málið. Fagleg valnefnd verður skipuð sem hlýtur að komast að þessari niðurstöðu.

Forsætisráðherra skipar í embættið og getur ekki leyft sér að ganga fram hjá niðurstöðum valnefndar þó freistandi sé að skipa pólitíska bandamenn í þetta valdamikla embætti.

Sá tími ætti að vera liðinn.