Líkamssmjör virkar vel í kuldanum

Nína Dögg og Aron voru gestir Völu Matt.  Landsmenn fara ekki varhluta af kuldanum og finna hann vel á eigin skinni. Þá er ekki úr vegi að leita á náðir náttúrunnar til að verja húðina gegn árans kulinu - og það er nú einfaldlega svo að móðir jörð lumar alltaf á bestu ráðunum.

Likamssmjör er líklega einfaldasta og besta ráðið til að halda húðinni mjúkri og góðri. Og þar gildir að nota kókosolíu sem er ekki einasta góð nuddolía, heldur gengur hún hratt og vel inn í húðina og þvæst auðveldlega úr handklæðum og lökum. Hana má nota eins og hún kemur fyrir eða blanda hana saman við aðrar náttúrlegar burðarolíur og ilmkjarnaolíur.  

Grunn líkamssmjör:
30 grömm kókos olía
15 grömm kakó smjör 

Bræðið saman yfir vatnsbaði, hrærið vel og kælið, bætið við ilmkjarnaolíum ef þarf, um það bil fimm dropum í 30 gramma blöndu - og svo er bara að mæta vetrinum með brosi á vör.