Að vanda var þremur áhugaverðum spurningum um mannslíkamann svarað í fræðsluþættinum Líkaminn á Hringbraut í gærkvöld, en þar sitja læknar, sérfræðingar og annað fagfólk fyrir svörum.
Í þættinum, sem nú má sjá hér á vef stöðvarinnar, ræðir næringarþerapistinn Inga Kristjánsdóttir um kosti og galla vegan-fæðis sem mjög er nú til umræðu í heilsufræðunum, sjúkraþjálfarinn Valgeir Einarsson Mäntylä útskýrir fyrir áhorfendum hvað gerist við tognun og loks mun Anna Margrét Halldórsdóttir í Blóðbananum svara því til hvað blóðþrýstingur er.
Líkaminn er á dagskrá Hringbrautar öll miðvikudagskvöld klukkan 20:00, en umsjármenn hans eru hjúkrunarfræðingurinn Helga María Guðmundsdóttir og sjónvarpsmaðurinn Sigmundur Ernir Rúnarsson.