Fræðsluþátturinn Líkaminn var á dagskrá Hringbrautar í gærkvöld eins og alla jafna á miðvikudagskvöldum í vetur, en þar svara sérfæðingar og fagfólk í heilbrigðissgeiranum áhugaverðum spurningum um eðli og starfsemi mannslíkamans.
Spurningar þáttarins sem nú er hægt að sjá hér á vef stöðvarinnar lúta að því hvernig hjartað vinni, útskýringum á eðli og margbreytileika krabbameina og loks verður spurt hvað gerist við höfuðhögg. Það eru þau Tómas Guðbjartsson, hjarta- og lungnaskurðlæknir á Landspítalanum, Laufey Tryggvadóttir, líffræðingur hjá Krabbameinsfélaginu og Jón Magnús Kristjánsson, bráðalæknir á Slysadeildinni í Fossvogi sem verða til svara í þætti kvöldsins.
Umsjármenn Líkamans eru hjúkrunarfræðingurinn Helga María Guðmundsdóttir og sjónvarpssmaðurinn Sigmundur Ernir Rúnarsson og eru þættirnir frumsýndir öll miðvikudagskvöld klukkan 20:00.