Þremur áhugaverðum spurningum um starfsemi mannslíkamans verður svarað í fræðsluþættinum Líkamanum á Hringbraut í kvöld, en þar er leitað fanga hjá fagfólki á fjöldamörgum sviðum heilbrigðisvísinda.
Hjúkrunarfræðingurinn Helga María Guðmundsdóttir, annar tveggja umsjármanna þáttarins sest hjá snyrtifræðingnum Laufeyju Birkisdóttur í lok þáttarins og ræðir um öldrun húðarinnar og hvað sé til ráða til að hægja á henni.
Sigmundur Ernir sest niður með bráðatækninum Óskari Erni Steindórssyni til að ræða hvað fólk eigi að gera þegar það verður vitni að hjartastoppi á vinnustað sínum, heimili eða hvar svo sem hjarta náungans gefur sig.
Og loks ræðir Helga María við hjúkrunarfræðinginn, lögregluþjóninn og sjúkraflutningamanninn Evu Sveinsdóttur um þá áhugaverðu spurningu hvort konur eigi að lyfta lóðum í sama mæli og karlar, en Eva hefur sjálf stundar heilsurækt af kappi um langt árabil.
Líkaminn er á dagskrá Hringbrautar klukkan 20:00 í kvöld.