Líf upplýsir um hvar hún ætlar að fjarlægja malbik: „Ég veit hvernig á að gera það“

Líf Magneudóttir, oddviti borgarstjórnarflokks Vinstri grænna, ætlar að halda sætinu sínu í komandi kosningum. Stutt er í prófkjör VG og hefur Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur skorað á Líf um oddvitasætið.

Líf birti um helgina kosningaloforð sitt:

„Þetta er smá grín en samt alvöru alvara. Meira grænt og minna malbik,“ segir hún og bætir við: „Það er svo margt meira hægt að gera og ég veit hvernig á að gera það. Frestur til að skrá sig til að kjósa mig til allra bestu verka rennnur út á miðnætti!“

Gísli Marteinn Baldursson, fjölmiðlamaður og fyrrverandi borgarfulltrúi, vill fá smáatriði:

„Sammála að þetta ætti endilega að gera! Gleddu okkur nú og segðu þrjá fyrstu staðina sem þú myndir fletta burt malbikinu og búa til garða?“

Líf hafði einn stað í huga:

„Fyrir utan Melabúðina.“

Vilhjálmur Þorsteinsson athafnamaður svaraði henni:

„Skil hugmyndina en verum raunsæ: það þurfa að vera bílastæði hjá matvörubúðum. Ein af fáum tegundum af stöðum þar sem það er svo.“

Líf svaraði: „Það eru næg stæði við Melabúðina. Þau þurfa ekki að vera beint fyrir framan. Þarna eru krakkar með tombólu og fólk situr á bekknum. Beinlínis hættulegt að hafa þessi stæði þar. Er ekki að tala um að fjarlægja öll alls staðar.“

Það er þó ekki eina hugmynd Lífar:

„Framhaldsskólar og háskólar, Skólavörðuholt. Jú og bílastæðið við Alþingi. Þar væri nú hægt að byggja!“