Leyndarmálinu á bak við merkt húsgagn á bakkastofu ljóstrað upp

Þátturinn Fasteignir og heimili með Sjöfn Þórðar, hefur göngu sína að nýju í kvöld eftir sumarleyfi. Sem fyrr er það Sjöfn Þórðar sem fer með stjórn þáttarins.
Á Bakkastofu á Eyrarbakka er að finna einkasafn gamalla muna sem allir eiga sér sögu sem hrífa. Sjöfn Þórðar heimsækir Ástu Kristrúnu, Bakkastofufrúnna og fær að skoða gamla muni og þó sérstaklega eitt stórmerkilegt húsgagn sem fangar augað og augnablikið.  „Þróunarsaga hluta er ekki ólík þróunarsögu okkar mannfólksins. Mann fram af manni eða kona fram af konu, þá dregur sagan okkar og saga gamalla muna fram hjá flestum okkar áhuga og athygli og við sækjumst eftir að fræðast og vita meira. Leitin að upprunanum hvort sem um mannfólk eða hluti að ræða, er svo spennandi,“ segir Ásta Kristrún. Bakkastofufrúin ljóstrar upp leyndarmálinu bak við merkt húsgagn sem stendur í sparistofu Bakkastofu, en Sjöfn Þórðar mun leiða ykkur inn í launhelgar þess með aðstoð Ástu Kristrúnar sem mun ljóstra leyndarmálinu bak við þetta merka húsgagn.