Nýr hamborgarastaður opnaði við Ægisíðu 123 í Vesturbænum í lok síðasta árs og hefur notið mikill vinsælda. Hér er um að ræða Smass hamborgarastaðinn og er hann fyrsti sinnar tegundar á Íslandi með smasshamborgara. Í þættinum Matur og Heimili fer Sjöfn Þórðar og hittir einn eiganda staðarins, Guðmund Óskar Pálsson og fær hann til að segja okkur leyndardóminn bakvið Smass borgarana og hvað það er sem gerir þá svona sérstaka.
Guðmundur segir að með framreiðsluaðferðinni sem notast er við gerð hamborgarana og steikingunni nái þeir að fram framkalla þetta gífurlega góða umami bragð af kjötinu. „Þessi aðferð og samsetning á smassborgurunum gerir það að verkum að við erum að fá þessa gómsætu hamborgara,“segir Guðmundur. Sjöfn fær líka skyggnast í eldhúsið og fylgjast með yfirkokkinum, Magnúsi J. Guðmundssyni, grilla og framreiða sælkera smassborgara sem erfitt er að standast. Missið ekki af girnilegu innliti í eldhúsið hjá Smass í þættinum Matur og Heimili klukkan 20.00 í kvöld.