Leyndardómarnir í smurbrauðs- og matargerðinni á Matkránni

Matarflóran blómstrar sem aldrei fyrr víðs vegar um landið og í Hveragerði er að finna huggulegt veitingahús þar sem smurbrauðið fer með aðalhlutverkið ásamt girnilegum aðalréttum og eftirréttum. Hér um að ræða veitingastaðinn Matkrána sem er í eigu tveggja reynslumikilla veitingamanna þeirra Guðmundar Guðjónssonar og Jakobs Jakobssonar sem stofnuðu og ráku hið virta og margrómaða veitingahús Jómfrúna í Reykjavík í um það bil tuttugu ár í miklum blóma.

M&H Guðmundur Guðjónsson og Jakob Jakobsson Matkráin 2.jpg

Sjöfn Þórðar heimsækir Guðmund og Jakob á Matkránna og fær innsýn í það sem þeir eru að gera á Matkránni. Þeir Guðmundur og Jakob eru fluttir í sveitina og njóta þess að nýta afurðir og uppskeru úr nærumhverfinu í matargerð sína og bakstur. Þeir seldu Jómfrúnna fyrir nokkrum árum og eftir fjögurra ára hlé í veitingabransanum, sumarið 2019, ákváðu þeir að byrja að nýju með því að innrétta og hanna veitingahús, Matkrána í hjarta blómabæjarins Hveragerðis.

„Matkráin er veitinga- og kaffihús með norrænar áherslur í mat og drykk. Einnig gætir skandinavískra áhrifa í innréttingum og eflaust líka í þeirri stemningu sem hér ríkir,“segja þeir Guðmundur og Jakob sem vita fátt skemmtilegra en að gleðja viðskiptavini sína með ljúffengum kræsingum og góðri þjónustulund.

M&H Matkráin 1.jpeg

Kræsingarnar sem þeir framreiða eru hver annarri girnilegri og hágæða hráefni í forgrunni. Hér er Portúgalinn.

​Smurbrauðs- og matargerð þeirra er byggð á norrænum hefðum úr íslensku gæðahráefni. Það má með sanni segja að Guðmundur og Jakob hafi síðast liðin 25 árin verið ötulir við að kynna ekki síst danskar hefðir í mat og drykk saman ber rauðsprettu á brauði, purusteik, jólaplattann fræga að ógleymdri hinni heilugu þrenningu: smurbrauð, öl og snaps.

MH Matkráin 2.jpeg

Heimareyktur lax borinn fram með kornhænueggjum og piparrótardressingu.

En þeir lumma á fleiri leyndardómum og blómstrar nú sem aldrei fyrr í matargerðinni og framreiðslu á nýjungum sem verða til heima í eldhúsinu þeirra í sveitinni. Sjöfn fær þá til svipta hulunni af nokkrum þeirra.

Meira um leyndardóma Matkrárinnar í þættinum Matur og Heimili með Sjöfn Þórðar í kvöld klukkan 19.00 og aftur klukkan 21.00 á Hringbraut.