Kampavín hefur löngum þótt vera sá drykkur sem á vel við þegar stórir viðburðir og áfangar í lífi fólks á borð við brúðkaup, útskriftir og stórafmæli eru haldnir. En það er hægt að njóta kampavíns við fleiri tækifæri og eitt af því sem er svo spennandi við kampavín er að para það saman með mat sem er einstök kampavínsupplifun. Stefán Einar Stefánsson formaður og stofnandi Kampavínsfjélagsins hefur verið iðinn að kynna kampavínshús og fjölhæfni vínssins frá stofnun Kampavínsfjélagsins á síðasta ári.
Til fræðast frekar um Kampavínsfjélagið og pörun kampavíns með mat hittir Sjöfn Þórðar, Stefán á veitingastaðnum Vox og fær að kynnast því sem Kampavínsfjélagið stendur fyrir aðildarfélaga og samstarfi við veitingahús þar sem matargestir fá matarupplifunarferð þar sem kampavínið er í forgrunni í allri pöruninni.
Að fræða fólk um leyndardóma kampavínsins
Kampavínsfjelagið & co. hefur það að markmiði að fræða fólk um kampavín, leyndardóma þess og héraðsins sem það er sprottið úr. „Félagið er í samstarfi við VOX Brasserie um kampavínsdaga þar sem markmiðið er að kynna fyrir fólki leyndardómum kampavínsins sem er sveipað miklum dýrðarljóma og hvernig það parast með ólíkum mat, allt frá sjávarfangi og kjötmeti til grænmetisrétta og eftirrétta af fjölbreyttum toga,“ segir Stefán og á síðasta vetrardag hefjast kampavínsdagar á vel þar sem sumarið er að ganga í garð. Guðrún Björk Geirsdóttir veitingastjóri mun segja frekar frá seðlinum og innblæstrinum.
Þá verður tekið fyrir hið fornfræga Pol Roger kampavínshús sem allt frá árinu 1849 sem hefur verið í hópi fremstu húsa. „Ég hef lengi haft dálæti á vínunum frá þeim og nokkrir árgangar af Winston Churchill Cuvée eru afar eftirminnilegir. Þá er rósakampavínið úr smiðju Pol Roger eitt það skemmtilegasta á markaðnum.“ Arnar Darri Bjarnason matreiðslumeistari á Vox galdrar fram ljúffenga rétti af glæsilegum matseðli sem matreiðslumeistaranir hafa sett saman til pörunar við vínin sem er í hæsta gæðaflokki.
Hið fornfræga Pol Roger kampavínshúsið hefur verið í hópi fremstu hús og nokkrir árgangar kenndir við Winston Churchill./Ljósmyndir aðsendar.
Meira um töfra kampavínsins og matarupplifun í þættinum Matur og Heimili í kvöld klukkan 20.00 á Hringbraut.