Leyndardóma sveppanna er að finna á Flúðum

Flúðasveppir er eina sveppabú landsins og ræktar um 600 tonn af úrvals sveppum árlega landsmönnum til mikillar gleði. Sjöfn Þórðar heimsækir dugnaðarforkinn og gleðigjafann Ragnheiði Georgsdóttir markaðsstjóra Flúðasveppa og fær að njóta hennar einstöku visku og gestrisni á Flúðum þar sem sveppirnir verða til.

„Svepparæktunin er mikið nákvæmisverk og á bak við ræktunina er áralöng reynsla og tilraunir með íslenskt ræktunarefni,“segir Ragnheiður og fer gegnum ræktunarferlið með Sjöfn í sveppaklefunum þar sem leyndardómurinn bak við ræktun sveppanna býr.

M&H Sjöfn Þórðar og Ragnheiður Georgsdóttir - Flúðasveppir 2.jpeg

Ragnheiður er mikil kjarnakona og lætur sér ekki bara nægja að stýra markaðsmálunum hjá Flúðasveppum heldur rekur hún einnig hinn geysivinsæla veitingastað Farmers Bistro þar sem afurðir frá stöðinni er nýttar í fjölbreytta sælkera rétti. „Okkar helsta leyndarmál á Farmes Bistro er sveppasúpan sem laðar matargesti að og fjölmargir hafa beðið um uppskrift af,“ segir Ragnheiður og glottir út í eitt. Ragnheiður er hafsjór að þekkingu og segir þau stöðugt vera í vöruþróun og nýsköpun hjá Flúðasveppum og markmiðið er að nýta allt, huga að kolefnissporum og tryggja að engin sóun eigi sér stað og það hafi tekist vel hingað til.

Missið ekki af skemmtilegri og lifandi heimsókn Sjafnar á Flúðasveppi í þættinum Matur og Heimili á Hringbraut klukkan 19.00 og aftur klukkan 21.00.

M&H Sjöfn Þórðar og Ragnheiður Georgsdóttir Flúðasveppir 2.jpeg

M&H Sjöfn Þórðar og Ragnheiður Georgsdóttir Flúðasveppir 3.jpg

M&H Sjöfn Þórðar og Ragnheiður Georgsdóttir Flúðasveppir 4.jpeg