Í þættinum Matur og Heimili í kvöld fær Sjöfn góða heimsókn í eldhúsið þar sem töfrað verður ljúffengur kvöldverður þar sem brögðin fara með bragðlaukana á flug alla leið til Túnis. Safa Jemai frumkvöðull og hugbúnaðarverkfræðingur frá Túnis og vinur hennar Viktor Joensen yfirkokkur mæta með hágæða hráefni og heimagerðu kryddin hennar Söfu sem koma alla leið frá Túnis. En Safa stofnaði nýverið fyrirtækið Mabruka og hóf innflutning á heimagerðum kryddum frá heimalandi sínu.
Safa Jemai stofnaði sitt eigið fyrirtæki til að flytja inn heimagerðu kryddin sem móðir hennar gerir í Túnis. Hún mætir með kryddin í eldhúsið til Sjafnar.
„Þegar ég flutti til Íslands tók ég góðan tíma til að upplifa íslenska menningu. Það liðu tvö ár áður en ég heimsótti fjölskyldu mína til Túnis og það var magnað. Þegar þú býrð í 20 ár á sama stað hættirðu stundum að sjá hlutina í kringum þig. Mamma eins og flestar mömmur elskar að elda góðan mat fyrir börnin sín. Í þessari heimsókn fann ég hvað maturinn hennar var bragðgóður, hún malaði ferskan chilli og setti það út í kúskús, fékk hvítlauk frá nágranna sem ræktar hvítlauk heima hjá sér og notaði. Mömmu finnst mikilvægt að fá ávallt bestu hráefnin og búa til sín eigin krydd. Ég var úti í tíu daga og kom til baka til Íslands með margar tegundir af kryddi sem mamma gaf mér,“ segir Safa.
Viktor töfrar fram dýrindis sælkeramáltíð þar sem íslenska hráefnið nýtur sín með kryddunum frá Mabruka.
Aðspurð sagðist Safa hafa byrjaði strax að prófa kryddin með íslenskum hráefni, eins og bleikju, þorsk, kjöti og íslensku grænmeti. „Útkoman var frábær og ég fór að deila kryddinu með kærastanum mínum og vinkonum. Allir voru alsælir að fá að prófa ný og spennandi brögð. Við kölluðum þetta „Game changer“. Í framhaldi langaði mig til að leyfa fleirum að smakka kryddin að heiman, sannfærð um að ef Íslendingar fengju að smakka kryddin frá Túnis myndu þeirra finna ný brögð og nýja matarupplifun. Eftir að hafa ígrundað þetta mjög vel ákvað ég að hefja innflutning á kryddum frá Túnis.“
Það má segja að Viktor og Safa hafi kynnst gegnum kryddin. „Ég fékk símtal frá Söfu einn daginn þar segir hún við mig að hún hafi fengið númerið mitt frá vinkonu sinni sem var systir stráks sem ég vann fyrir. Safa var mjög ákveðin og einlæg þegar hún heyrði í mér að kynna kryddin frekar og sannfærð mig strax til að skoða þessa krydd hugmynd. Við hittumst mjög fljótt i kjölfarið eftir þetta símtal og ég hafði ekki hugmynd að hún hafi bara búið hér í þrjú ár talaði þessa fyrirmyndar íslensku, er í fjölmörgum verkefnum og vinnum að gera öll þessi ótrúlegu hugbúnaðar verkefni og vildi bæta við innflutnings fyrirtæki með krydd. Þegar maður fær tækifæri að kynnast svona einstakri manneskju hoppar maður strax á vagninn,“ segir Viktor.
Saman leiða þau krafta sína í eldhúsinu hjá Sjöfn þar sem töfrarnir gerast í matargerðinni.
Lifandi og skemmtileg upplifun í eldhúsinu þar sem Viktor framreiðir sælkeramáltíð þar sem matarheimur Túnis og Íslands fléttast saman á einstakan hátt í þættinum Matur og Heimili á Hringbraut í kvöld klukkan 19.00 og aftur klukkan 20.00.
Brot úr þætti kvöldsins má sjá hér: