Kvikmyndaleikstjórinn Anton Ingi Sigurðsson hefur verið birt ákæra fyrir fjárdrátt og peningaþvætti. Talið er að hann hafi með ólögmætum hætti ráðstafað tekjum sem meintar voru fyrir kvikmyndina Grimmd sem sýnd var árið 2016 og var í leikstjórn Antons en hann skrifaði jafnframt handrit myndarinnar.
Þetta kemur fram í frétt DV en fjölmiðillinn hefur ákæruna gegn Antoni undir höndum. Er Anton þar sakaður um að hafa dregið fé til fyrirtækis síns Virgo Films ehf samtals að upphæð 3.2 milljónir króna af fjármunum sem áttu að renna til framleiðslufyrirtækis myndarinnar, Virgo 2. Þessir fjármunir hafi verið greiðslur frá 365 miðlum fyrir sýningarrétt á myndinni.
Anton einnig sakaður um að hafa dregið fé frá Virgo 2 með því að millifæra peninga á sinn persónulega bankareikning en sá fjárdráttur nemur rúmlega 4,3 milljónum króna.
Einnig er honum gefið að sök að hafa ráðstafað sýningarrétti á kvikmyndinni Grimmd í „In-Flight“ kerfi Icelandair og dregið endurgjaldið sem hlaust af þeim sýningarrétti til fyrirtækis síns Virgo Films. Var sú greiðsla upp á eina milljón króna.
Málið verður þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjaness þann 7. október næstkomandi.
Árið 2018 tapaði Sena máli gegn framleiðslufyriræki myndarinnar en málið snerist um vanefnda drefiningarsamninga vegna kvikmyndarinnar. Þar kom fram að föður leikstjórans hafi keypt 20 þúsund aðgöngumiða á Grimmd.