Alltaf er það nú svo að mannfólkinu verður mest úr verki af réttu græjurnar eru við hendina. Og nú fer tími vorverkanna að ganga í garð, svo fremi vetri sleppi - og þótt það sé ekki alveg útséð með það má ætla að heldur fari hlýnandi. Og hvað gera bændur þá? Nú leggjast í beðin, taka til, henda því sem aflóga fór um veturinn og ræsta kannski geymslurnar og skápana í leiðinni. Áhrifaríkasta leiðin i þessum efnum er að leigja kerru; það er eina vitið og margfaldar afköstin - og hér er talað af reynslu; leiga á góðri kerru yfir daginn er tæpur fimm þúsund kall og enn undir sjö þúsund kallinum ef um helgarleigu er að ræða, til dæmis hjá N1. Og vittu til; þú kemst í slíkan ham með kerruna á kantinum að þú ferð hamförum innan húss og utan. Niðurstaða: Kerran gerir margra helga verk að einnar helgar verki ...