Ef þú ert orðin leiður eða leið á öllum fjöldapóstinum sem dælist inn um bréfalúguna hjá þér alla vikuna þá er upplagt að hugsa sem svo; Ég nenni ekki lengur að standa hálfvaknaður eða hálfvöknuð frammi í anddyri og halda á öllum staflanum inn í eldhús og reyna að flokka þetta meðfram því sem brauðið er ristað inni í vélinni. Hversu oft er einmitt sami staflinn ekki á sínum stað þegar komið er heim úr vinnunni síðla dags. Og svo stafli næsta dags og þess þarnæsta þar til tekið er á sig rögg um helgina og öllum innkaupapésunum og hvað þetta allt saman heitið er hent alveg ólesnu út í tunnu. Sko, komið fyrir grind á hönkum undir lúgunni og takið þaðan póst og dagblöð sem eiga að fara inn í hús, en leyfið hinu að safnast þar saman þar til færi gefst á að henda því í heilu lagi út í rusl ...