Lax í landsliðsklassa gumma gumm

Handboltagoðsögnin Guðmundur Þ. Guðmundsson, sem nú stýrir landsliði Dana í handknattleik mætti í síðasta þátt Grillspaðans á Hringbraut og grillaði þar dýrindis lax. Hann varar við því að grilla fiskinn of lengi. En hér kemur uppskrfti kappans.

Áður en að uppskriftinni kemur vill Guðmundur, sem er forfallinn stangveiðimaður, leggja áherslu á að grillarar fari aldrei frá grillinu á þeim stutta tíma sem grillunin tekur, en að hans mati tekur hún 7 til 10 mínútur. Laxinn eigi að vera mjúkur undir tönn, alls ekki þurr af ofgrillun. 

Með laxinum var lagaður kryddlögur, salat og köld sósa - og uppskriftin er sem hér segir: 

Hálf sítróna er kreist yfir laxaflakið sem er kryddað með salti og pipar.

Kryddlögur: 
engifer rót
chili
hvítlaukur
olífuolía
Salat 
1 granataepli
1 límóna
6-8 stilkar af myntu, saxaðir smátt
2 agúrkur
4-6 vorlaukar
ferskt fennel, skorið smátt
salt og pipar

Sósa:
sýrður rjómi
mayo
steinselja
sýróp, hvítlaukur, hálf sítróna, pipar

Vín:

Skálað var fyrir útkomunni í hvítvíni af tegundinni Casillero del Diablo Chardonnay sem kemur frá Chile.

Á meðan á grillun þessa eðalréttar stóð sagði Guðmundur frá ýmsu sem hefur á daga hans hefur drifið í eldamennskunni, meðal annars þegar hann hélt fyrrum lærisveinum sínum hjá þýska stórliðinu Rein Necker Löven kveðjuhóf á síðasta ári og grillaði ofan í þá Vatna-Buffalo fyrir og þeirri veislu gleymi þeir seint.