Langvinsælasta og bezta bananatertan úr smiðju Gauja litla

Sjöfn Þórðar fjölmiðlakona heimsótti Gauja litla eitt sinn á Hernámssetrið að Hlöðum í Hvalfirði og fékk að njóta gestrisni hans og leiðsögn um safnið. Einnig bauð Gaui litli Sjöfn uppá dýrindis Bananatertu á kaffihúsinu Hvíta Fálkanum á safninu sem rann ljúflega niður og töfraði Sjöfn upp úr skónum enda heimsins bezta bananaterta sem hún hefur smakkað. Sjöfn fékk Gauja litla til að ljóstra upp uppskriftinni og deila með lesendum og þetta er ein af vinsælasta tertu uppskriftin sem birt hefur verið á Hringbraut.

„Þetta er 70 ára gömul uppskrift sem ég fékk frá henni mömmu. Þessi bananaterta hefur gengið í gegnum lífið með mér. Það voru ekki jól eða páskar án þessarar elsku.

Og ég er ekki einn um að halda svona uppá þessa tertu. Til mín á safnið hafa komið aðilar sem komu til mömmu í gamla daga á tyllidögum og tala um að tertan taki þá til baka í þessar líka ljúfu minningar.Við bökum þessa tertu á Hernámssafninu hjá mér, á kaffihúsinu Hvíta Fálkanum, þar sem hún rennur yfirleitt strax út og er rómuð af gestum kaffihússins,“ segir Gaui litli glaður á bragði.

Gaui litli.jpg

Guðjón Sigmundsson þekkja flestir undir gælunafninu Gaui litli og Gaui litli hefur byggt upp og rekið Hernámssetrið að Hlöðum í Hvalfirði ásamt eiginkonu sinni.

Bananatertan hans Gauja litla

4 egg

200 g sykur

100 g hveiti

1 tsk. lyftiduft

Byrjið á því að hita ofninn í 175°C. Setjið eggin og sykur saman í skál og hrærið vel saman. Bætið síðan út í hveitinu og lyftidufti. Þegar búið að er að hræra hráefni vel saman er deiginu síðan hellt út í miðlungs stór kringlótt form sem búið er að smyrja. Bakað í um það bil 15 mínútur við 175°C hita.

Krem

86 g smjör

75 g flórsykur

2 stk. stappaðir banana

Hráefnið sett saman í skál og hrært óendanlega lengi. Allt að 40 mínútur.

Súkkulaðibráð

50 g suðuskúkkulaði

25 g smjör

Bræðið saman suðusúkkulaðið og smjörið.

Þegar botnarnir hafa kólnað eftir baksturinn er lag að finna fallegan disk og setja saman kökuna. Kremið er sett á milli botnanna, smurt með hníf og/eða sleif. Að lokum er súkkulaðibráðinni hellt yfir kökuna. Síðan er bara að bera fram dýrindis Bananatertuna og njóta.