Lambakjötið skal vera þjóðarréttur Íslendinga og ekkert annað. Ályktun þess efnis var samþykkt á nýafstöðnu þingi íslenskra sauðfjárbænda og þar var sosum ekkert verið að rífast um meininguna a tarna; bændur hringinn í kringum landið eru afar stoltir af afurðum sínum, ekki síst lambakjötinu sem hefur verið á borðum Íslendinga frá því land byggðist. Og af því Íslendingar geta verið þrætugjarnir og þverir nokk í þjóðmálaumræðunni má vera að einhverjir aðrir en bændur leggi til annan þjóðarrétt: Hvað með til dæmis soðna ýsu, hákarl eða kjötsúpuna, að ekki sé talað um pylsu með öllu. En eftir stendur samþykkt tillaga um þjóðarrétt Íslendinga og líklegt að hann verði víða á borðum landsmanna næstu daga.