Kynna fasteignakaup í flórída í hörpu á morgun - eru í samstarfi við stærsta byggingarverktaka bandaríkjanna

Á morgun mun fasteignasalan Florida Húskaup vera með kynningu í Hörpu fyrir fólk sem hefur áhuga að kaupa fasteign í Flórída ríki í Bandaríkjunum. Fasteignakaup erlendis geta verið flókin og er því mikilvægt að fólk kynni sér málin mjög vel áður en fjárfest er í fasteign erlendis.

Guðbergur Guðbergsson, hjá Florida Húskaup, segir að það skipti miklu máli að kaupa fasteign af góðum og þekktum verktaka.  

„Við erum að vinna með Lennar, en þeir eru stærsti byggingarverktaki Bandaríkjanna. Lennar eru búnir að vera byggja síðan 1954 og hafa byggt heimili fyrir milljónir Bandaríkjamanna. Það skiptir mjög miklu máli þegar maður er að kaupa fasteign erlendis að maður geti treyst verktakanum.“

Þá segir Guðbergur að fólk sem ætli sér að vera eingöngu með annan fótinn í Bandaríkjunum, geti leigt út fasteignina sína á auðveldan hátt.

„Þetta er líka fjárfestingartækifæri fyrir fólk. Íbúðarverð á Orlando svæðinu hefur verið að hækka um 5% á hverju ári undanfarin ár. Ef fólk vill síðan leigja út eignina sína þá bjóðum við einnig upp á leiguþjónustu í samstarfi við VHC Hospitality, en þeir hafa margra ára reynslu í eignaumsjón og leigu á fasteignum. Þeir sjá um allan pakkann. Fólk getur leigt út húsið til langs tíma eða skemmri tíma, bara hvað hentar þeim. Tekjumöguleikarnir eru líka góðir þar sem milljónir ferðamanna koma til Flórída árlega.“ 

Kynningin verður á morgun í Björtuloftum í Hörpu klukkan 13:00 á morgun.