„Mikið rétt, hér leynast kynlíftæki á við og dreif. Ég held það séu eitt, tvö, þrjú tæki sem ég er ekki búin að segir ykkur frá,“ sagði Gerður Huld Arinbjarnardóttir, eigandi kynlífstækjaverslunarinnar Blush, í story á Instagram á dögunum en Fréttablaðið greinir frá.
Fyrr í vikunni greindi leikkonan Birna Rún Eiríksdóttir frá því að kynlífstæki væru á víð og dreif um íbúð Gerðar er hún fór á sölu. Hún fór yfir myndirnar með fylgjendum sínum á Tiktok, þar sem hún greindi frá þeim kynlíftækjum sem hún tók eftir. Í kjölfarið var haft samband við hana til að benda henni á að tækin væru töluvert fleiri en hún hafði greint frá.
„Blush málið mikla er ekki alveg búið, við þurfum að fara yfir nokkra hluti. Sumir vilja bara fá það á hreint hvað þetta er sem þau sáu ekki,“ segir Birna í framhalds-myndbandi á Tiktok um málið. „Þið hélduð kannski að þið væruð búin að sjá allt. Ég get lofað ykkur að ég ætla að sýna ykkur nýja hluti,“ segir hún.
Að sögn Birnu hafði hún samband við Gerði til að fá það á hreint hvaða tæki hún hafði farið á mis við, og fékk þar af leiðandi fleiri myndir í hendurnar sem sýna hlutina í enn betra ljósi.
Í eldhúsinu má finna múffu, sem Birna Rún hélt að væri ný tegund af Nutri Bullet-blandara. Þá var á eyjunni búið að koma glæsilega fyrir stálkynlíftæki í glerkúpli sem punt.
Fréttablaðið tók saman hvaða vörur er að finna á heimilinu en þar er að finna allt frá buttplugs yfir í kynlífstæki sem heitir cowgirl,hér má sjá myndirnar.