Kynfærin ólík en heilarnir ekki

Ný rannsókn sýnir fram á að ekki er hægt að greina heila kvenna og karla í kvenheila eða karlheila. Karlheilar búa að jafnaði yfir ýmsum „kvenægum“ eiginleikum og konuheilar  eru „karllægir“ í bland. Kynfæri kynjanna eru ólík en heilarnir ekki. Sú er í stuttu máli niðurstaðan.

Rannsóknin var gerð í Tel Aviv háskólanum. Prófessor Daphna Joel segir afar sjaldgæft að finna heila sem búi aðeins yfir kvenlægum eða karllægum eiginleikum.Þa gerist nánast ekki.  Flestir heilar séu blanda af hvoru tveggja.

Í rannsókinni voru áreiti og viðbrgöð um 1400 heila könnuð við ákveðnum upplýsingum sem áður hafði verið reynt að kyngera.

„Í ljós kom að heilar eru mjög mismunandi alveg burtséð frá kyni.“

„Kyn er fljótandi stærð,“ segir einn rannsakenda.

Lesa má nánar um rannsóknina hér.