Kvikan
Miðvikudagur 20. janúar 2016
Kvikan
Áfengisfrumvarpið er tappi í þinginu
Eitt af því sem mjög gæti tafið þingstörf á vorþinginu fram undan er umræða um hið svokallaða áfengisfrumvarp sem stjórnarandstaðan mun ekki sleppa í gegn án mikillar umræðu. Það hefur Hringbraut fengið staðfest. Hér á eftir verður fjallað um nokkrar umsagnir.
Þriðjudagur 19. janúar 2016
Kvikan
Engin gild gögn sýni meiri jöfnuð hér
Oddný Harðardóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar, segir engin opinber gögn styðja að jöfnuður hafi aukist hér á landi síðan ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar komst til valda. Þetta kom fram í Kvikunni á Hringbraut í gærkvöld.
Kvikan
Ég þekki angistina – en...
Það hefur komið við kviku margra landsmanna að lesa fréttir síðustu daga um úthlutun listamannalauna. Þetta er árbundið rifrildi en óneitanlega er það vægast sagt ekki gott afspurnar þegar fyrir liggur að sama fólk og velur stjórn sem úthlutar launum til rithöfunda fær allt ársstyrki. Svo ber fólk við þagnarskyldu og allt voða duló.
Sunnudagur 17. janúar 2016
Kvikan
Nú taka fjölmiðlar við - rýnum í það
\"Að halda því fram að Hæstiréttur sé líklegri til að miða dóma sína við reiðan og blóðþyrstan almenning fremur en hagsmuni hástéttarinnar, sem bankamenn eru augljóslega hluti af, er fremur langsótt.\"
Föstudagur 15. janúar 2016
Kvikan
Svigrúm fyrir óþekkt þingmanna
Margt bendir til aukinnar spennu milli stjórnarflokkanna tveggja um þessar mundir. Fulltrúar flokkanna eru farnir að skerpa á markalínum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Kosningabaráttan er innan seilingar en rífur meirihluti leyfir óþekkt nokkurra þingmanna, segir prófessor í stjórnmálafræði.
Kvikan
Fössari – orðið sem sameinaði þjóðina
Við munum þá tíð þegar einn góður Íslendingur fékk hugmynd og öll þjóðin sameinaðist á svipstundu á bak við hugmyndina. Saman sigldum við á grunni hugmyndarinnar í eina átt. Niðurstaðan leiddi oft á tíðum til mikils árangurs.
Fimmtudagur 14. janúar 2016
Kvikan
Allt í klessu innan lögreglunnar?
Á það hefur verið bent að ef lögreglan hefði ekki staðið sig frábærlega við afar erfiðar aðstæður sem tengdust samfélagsreiðinni í kjölfar efnahagshrunsins 2008 og Búsáhaldabyltingunni hefði getað farið mjög illa. En nú eru breyttir tímar.
Kvikan
Afbrotafræðingur aldrei séð annað eins
Efnahagsbrot kosta samfélagið margfalt meira en öll strætisbrot til samans, fíkniefnin innifalin. Hvítflibbamenn hafa almennt meiri aðgang að valdastofnunum en aðrir og geta beitt áhrifum sínum m.a. fjölmiðlum og ýtt undir tiltekna sýn á málin.\"
Miðvikudagur 13. janúar 2016
Kvikan
Að verða það á að hæla fólki
\"Nei, hann, þessi, hann er alveg vonlaus, hann sagði þetta, gerði þetta! Nei, hún er alveg hryllileg, hún gerði þetta, hún sagði þetta.“