Ekki dugir að einblína á verðtrygginguna sem sökudólg í íslenskri efnahagsstefnu. Meinið er gjaldmiðilinn, íslenska krónan.
Þetta sagði Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar í fréttþættinum Kvikunni á Hringbraut á mánudagskvöld þegar þáttastjórnandi nefndi dæmi um að húsnæðislán hefðu sjöfaldast í meðalverðbólgu síðari ára.
Óttarr sagði að íslenska krónan væri ástæða svo mikils glundroða, kostnaðar og sóunar í samfélaginu. „Verðtryggingin per se er bara tæki til að reyna að smyja þessum kostnaði á þæglegri hátt yfir sviðið,“ sagði Óttar eins og sjá má hér í stuttu broti úr þættinum.
Mikil umræða fer nú fram um ummæli forsætisráðherra, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, hvort vísa beri verðtryggingu lána í þjóðaratkvæði. Höfuðvandinn er íslenska krónan og verða efnahagsmálin ekki leyst fyrr en henni hefur verið skipt út að mati beggja gesta Kvikuþáttarins í gærkvöld, Óttars og Oddnýjar Harðardóttur, þingkonu Samfylkingarinnar, fyrrum fjármálaráðherra.