Kristján Þór hættir ekki núna

Eftir að Kristján Þór Júlíusson móðgaði sauðfjárbændur hafa margir spurt hvort hann muni bjóða sig fram að nýju.

Hann sagði í þingræðu að sauðfjárbúskapur væri lífsstíll hjá mörgum bændum en ekki alvöru atvinna.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, greip þetta á lofti í þinginu og tryggði að ummæli Kristjáns Þórs kæmust klárlega til skila. Margir bændur urðu ævir og aðrir sárir út í ráðherrann enda þóttu þetta kaldar kveðjur frá ráðherra landbúnaðarmála.

Reynir Traustason, ritstjóri fór strax af stað með kenningu um að Kristján byði sig ekki meira fram í Norð-Austur kjördæmi en Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, kæmi í stað hans.

Þetta er rangt. Kristján Þór er ekkert að hætta strax. Og þó svo væri kæmi Ásthildur ekki í hans stað. Samningur bæjarstjórnar Akureyrar við hana kveður skýrt á um það að hún sinni starfi sínu sem bæjarstjóri út kjörtímabilið, fortakslaust.

Þá er einnig ljóst að Njáll Friðbertsson þingmaður kjördæmisins ætlar sér fyrsta sætið strax og Kristján hættir. Jens Garðar Helgason á Eskifirði hefur einnig áhuga. Þó er talið fullvíst að flokkurinn muni hiklaust tefla fram Akureyringi enda er helmingur kjósenda kjördæmisins búsettur við Eyjarfjörðinn.

Þó hermt sé að Kristján Þór sé orðinn leiður á stjórnmálavafstrinu og stöðugri gagnrýni, þá geti Samherjamenn ekki hugsað sér að hann hætti við núverandi aðstæður.

Hvort sem fólki líkar betur eða verr þá ræður Þorsteinn Már því sem hann vill ráða í Sjálfstæðisflokknum fyrir norðan og hann vill óbreyttan lista.

Því verður listi flokksins óbreyttur á næsta ári.