Valdimir Titov, aðstoðarutanríkissráðherra Rússlands fór í sjóstangaveiði með Vilhjálmi Vilhjálmssyni, forstjóra útgerðarfyrirtækisins HB Granda, og Kristjáni Loftssyni, hluthafa og stjórnarmanni í HB Granda og framkvæmdastjóri Hvals hf. um miðjan júlí.
Siglt var út á Faxaflóann um borð í íslensku skipi sem heitir Aurora, en veiðiferðin var farin aðeins nokkrum vikum áður en Rússar settu innflutningsbann á íslenskrar sjávarafurðir vegna þáttöku Íslendinga í þvingunarðagerðum gegn Rússum sem gripið var til í kjölfar hernaðar þeirra á hendur Úkraínubúum.
Fréttavefurinn Stundin sagði fyrst frá þessu í dag, en þar segir að aðrir um borð hafi verið Anton V. Vasiliev, sendiherra Rússlands á Íslandi, Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís og kaupsýslumaðurinn Erlendur G. Auðunsson, sem meðal annars hefur stundað kjötútflutning frá Íslandi.
Titov var þá staddur hér á landi og fundaði meðal annars í utanríkisráðuneytinu.
Gríðarlegir viðskiptahagsmunir eru undir fyrir íslensk sjávarútvegsfyrirtæki á Rússlandsmarkaði, en þangað hafa verið seldar afurðir fyrir hartnær 30 milljarða á ári, einkum uppsjávartegundir á borð við makríl, loðnu og síld.
Rússland tekur þó ekki við nema litlum hlut af heildarútflutningi Íslendinga, eða sem nemur 4,5%.