Hvað er meira kósý en að sitja utandyra og ylja sér við varðeld á á svölum sumarkvöldum? Þetta „gordjöss“ og fallega hannaða eldstæði eða eldpottur úr hlýlegum glóandi kopar hitar ekki bara upp útiveruna heldur líka stemninguna.
Eldstæðið er hannað af Ana Reza-Hadden og þessi fallegi hannaði koparpottur situr á mjög einföldum járnramma til að að leyfa hinni hömmruðu áferð koparpottsins að njóta sín. Eldstæðið er fullkomið fyrir veröndina og Þú getur séð fyrir þér að sitja á miðri veröndinni umkringd fólkinu þínu í hlýlegu andrúmslofti. Þú getur búið til notalega stemningu þar sem fjölskyldan eða gestir sitja og ylja sér við varðeld.
Þegar allir hafa komið sér fyrir, þá má partýið byrja og upplagt að bjóða upp á drykkjarföng og grillaða smárétti eins og sykurpúða, pylsur eða grænmæti.
Eldstæðið eða eldpotturinn fæst í lífstílsversluninni Crate and Barrel. Hægt er að fjárfesta í löngum grillgöflum með eldstæðinu sem koma að góðum notum til að krydda stemninguna enn frekar og möguleikana á notkun.