Þegar kólnar í veðri fara skordýrin að færa sig inn í hlýjuna til fólks og í flestum tilfellum er það húseigendum ekki að skapi.
Það eru fáir sem vilja vakna með könguló á koddanum hjá sér eða finna fyrir einni skríða við fætur þínar eftir að þú kemur úr sturtu.
Það er því til mikillar gleði að það er til einföld lausn á þessu vandamáli og er fólk út um allan heim að elska þessa hugmynd sem Metro greindi frá.
Ef þú átt afgangs hreinsiefni í spreybrúsa og mintulauf þá er ekkert annað að gera en að hefjast handa við að losa þig við köngulærnar. Það eina sem þú þarf að gera er að opna brúsann, setja mintulaufin ofan í og fylla upp með vatni. Síðan spreyjar þú efninu í allar gluggakistur og þurrkar það mesta af.
Köngulóm er meinilla við lyktina af myntu svo ef þú gerir þetta reglulega ættu þær að halda sig frá heimilinu. Það er líka tilvalið fyrir þá sem þykja lyktin af myntu góð að nota ilmkjarnaolíu með mintulykt og setja reglulega í gluggana. Lyktin af þeim getur þó verið nokkuð yfirþyrmandi en fyrir þá sem eru með hvað mestu köngulóarfóbíuna gæti það verið góð lausn.