Komu Birki Má og fjöl­skyldu til bjargar á að­fanga­dagskvöldi: „Góðir grannar eru van­metnir“

Lands­liðs­maðurinn Birkir Már Sæ­vars­son gerði smá­vægi­leg mis­tök á að­fanga­dags­kvöld er hann gleymdi að kaupa appel­sín fyrir jóla­matinn. Birkir, sem á langan at­vinnu­manna­ferill að baki, býr nú á Ís­landi á­samt eigin­konu sinni Stefaníu Sigurðars­dóttur og fjórum börnum þeirra.

Ó­líkt því að búa er­lendis er hægt að treysta á að ná­granninn eigi appel­sín á Ís­landi og lét Birkir vaða inn í hverfa­hópinn.

„Sælir grannar. Smá lang­skot en á nokkuð ein­hver flösku eða dós af appel­sín sem má sjá af í kvöld. Við erum með einn sem drekkur ekki malt og appel­sín og við stein­gleymdum því og keyptum bara til­búið bland,“ skrifar Birkir .

Ná­granni hans var ekki lengi að svara og bauð honum nóg af appel­síni og þakkaði Birkir pent fyrir sig.

Stefanía deilir skjá­skoti af sam­skiptunum á netið og segir: „Við hentum bara í þetta skot á að­fanga­dags­kvöld, góðir grannar eru van­metnir.“

Það er mikið til í því.